Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 17. nóvember 2019 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Kisínev, Moldóvu
Hamren: Erfiður leikur en verðum meira með boltann
Icelandair
Erik Hamren á fréttmannnafundi í gær.
Erik Hamren á fréttmannnafundi í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingu Íslands í Moldóvu í gær.
Frá æfingu Íslands í Moldóvu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Moldóvu í undankeppni EM 2020 klukkan 19:45 í kvöld en leikurinn er í beinni á RÚV. Markalaust jafntefli gegn Tyrkjum á fimmtudaginn þýddi að Ísland á ekki möguleika á sæti á EM í gegnum undankeppnina og þarf að treysta á umspil Þjóðadeildar í mars.

„Það var erfiður leikur gegn Tyrkjum og ég á von á erfiðum leik á morgun líka," sagði Hamren á fréttamannafundi í Kisínev í Moldóvu í gær en Moldóva mætti Heimsmeisturum Frakka á fimmtudag og tapaði 2-1 eftir að hafa komist yfir.

„Þetta verður öðruvísi leikur, við verðum líklega meira með boltann en þetta verður erfitt. Frammistaða Moldóvu gegn Frökkum úti í vikunni sýnir það. Þeir gáfu Frökkunum erfiðan leik. Við viljum ljúka undankeppninii vel og sigur væri góður endir á riðlinum."

Aðeins ein breyting er á íslenska hópnum frá leiknum gegn Tyrkjum. Alfreð Finnbogason fór úr axlarlið í leiknum og er farinn heim til Þýskalands. Viðar Örn Kjartansson sem var fastur í Antalya með flensu á fimmtudaginn er orðinn frískur og verður í hópnum.

„Tveimur dögum eftir leik eru flestir stífir en miðað við samtöl mín við leikmennina lítur þetta vel út. Það eru allir heilir," sagði Hamren.

„Þeir vilja ljúka undankeppninni vel og munu sýna það á vellinum. Moldóva er með nýjan þjálfara og stóð sig vel gegn Frökkum svo ég á von á erfiðum og jöfnum leik. Við verðum að vera góðir til að vinna leikinn og við viljum vinna leikinn."

Hamren var spurður í lokin út í umspilið sem fer fram í mars en vildi lítið tjá sig um það enda ekki endanlega ljóst hverjir verða mótherjar okkar þar.

„Ég er ekki farinn að hugsa um umspilið ennþá. Síðasti leikurinn í undankeppninni er á morgun og við vitum ekki hvernig umspilið verður fyrr en á þriðjudaginn. En þá förum við að undirbúa það."
Athugasemdir
banner
banner