þri 17. nóvember 2020 14:14
Elvar Geir Magnússon
Búið að fresta Sviss - Úkraína vegna veirunnar
Andriy Shevchenko, landsliðsþjálfari Úkraínu.
Andriy Shevchenko, landsliðsþjálfari Úkraínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að fresta Þjóðadeildarleik Sviss og Úkraínu sem fram átti að fara í kvöld.

Heilbrigðisyfirvöld í Úkraínu hafa sent landsliðið í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með Covid-19.

UEFA hefur því gefið út að leikurinn geti ekki farið fram í kvöld og að það eigi eftir að taka ákvörðun um hvað gert verður með hann.

Leikurinn er úrslitaleikur um hvort liðið nær að halda sér í A-deild Þjóðadeildarinnar. Sviss er í neðsta sæti í riðli 4 með þrjú stig en með sigri kæmist liðið uppfyrir Úkraínu sem er með sex stig.

Mögulegt er að Sviss verði dæmdur 3-0 sigur og þá fellur Úkraína.

Þetta er annar Þjóðadeildarleikurinn sem er frestað í þessum glugga. Áður hafði leik Rúmeníu og Noregs verið frestað.
Athugasemdir
banner
banner