Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 17. nóvember 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Zaha æfði með tennisbolta í æsku
Wilfried Zaha hleður í skot.
Wilfried Zaha hleður í skot.
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha, kantmaður Crystal Palace, er einn leiknasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinar. Zaha segist hafa æft með tennisbolta á yngri árum til að bæta tæknina.

„Ég ákvað að rekja tennis bolta innandyra. Ég gerði það í mörg ár og það gerði mér auðveldara fyrir að ráða við boltann þegar ég spilaði með bolta í fullri stærð," sagði Zaha í viðtali við The Athletic.

„Ég spilaði leik með systur minni. Hún reyndi að grípa boltann með höndunum og ég reyndi að leika á hana. Ég gerði það í mörg ár í stofunni með fullt af hlutum í kring. Ímyndið ykkur að gera þetta með lítinn bolta og þegar þú ferð út á völl með stóran bolta þá er það mun auðveldara."

Zaha segir að Ronaldinho hafi verið átrúnaðargoð sitt á yngri árum.

„Þegar þú horfir á hann þá hefur hann allan pakkann. Hver er tilgangurinn í að fara á völlinn ef þú ert ekki að láta skemmta þér? Ég lít á sjálfan mig sem skemmtikraft. Ég vil skora og leggja upp og ég er líka skemmtikraftur."
Athugasemdir
banner
banner
banner