Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 18. janúar 2022 16:29
Elvar Geir Magnússon
Kolasinac riftir hjá Arsenal og fer til Marseille (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Sead Kolasinac er að ganga frá samningi við franska félagið Marseille.

Hann mun svo gangast undir læknisskoðun eftir að hann er búinn að semja um kaup og kjör.

Þessi 28 ára bosníski vinstri bakvörður fer til Marseille á frjálsri sölu þar sem hann gerði samkomulag við Arsenal um að samningi hans yrði rift. Hann hefur ekki verið í myndinni hjá Mikel Arteta.

Það voru sex mánuðir eftir af samningi hans á Emirates.

Kolasinac hefur verið hjá Arsenal síðan hann kom frá Schalke 2017 en hann varð bikarmeistari með liðinu 2020. Hann kom inn sem varamaður í úrslitaleiknum gegn Chelsea.

Uppfært 17:22: Marseille hefur staðfest átján mánaða samning við Kolasinac.


Athugasemdir
banner
banner
banner