Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   lau 18. janúar 2025 17:10
Brynjar Ingi Erluson
England: Nunez tryggði Liverpool sigurinn með tveimur mörkum í uppbótartíma
Darwin Nunez var hetja Liverpool
Darwin Nunez var hetja Liverpool
Mynd: Getty Images
Mateta skoraði bæði mörk Palace
Mateta skoraði bæði mörk Palace
Mynd: EPA
Emile Smith Rowe skoraði fyrir Fulham
Emile Smith Rowe skoraði fyrir Fulham
Mynd: Getty Images
Úrúgvæski framherjinn Darwin Nunez kom, sá og sigraði er Liverpool lagði Brentford, 2-0, í 22. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Community-leikvanginum í Lundúnum í dag.

Liverpool-liðið hefur verið að hiksta aðeins í síðustu leikjum og hefur janúarmánuður oft reynst liðinu erfiður.

Brentford byrjaði vel í dag og kom Mikkel Damsgaard sér í ágætis færi en fór illa með það.

Gestirnir fóru að finna taktinn og fengu mörg góð færi en það vantaði upp á þennan fræga herslumun.

Í síðari hálfleiknum hélt Liverpool áfram að skapa sér færi og hafði liðið átti 34 tilraunir að marki án þess að skora mark.

Arne Slot tók til þeirra ráða að setja Darwin Nunez inn á fyrir Luis Díaz þegar hálftími var eftir. Það skilaði sér undir lok leiks, en Nunez kom Liverpool í forystu á fyrstu mínútu í uppbótartíma með skoti af stuttu færi eftir sendingu Trent Alexander-Arnold og tveimur mínútum síðar gerði Nunez annað mark sitt í leiknum og í þetta sinn eftir undirbúning Harvey Elliott.

Liverpool keyrði hratt fram í skyndisókn. Federico Chiesa kom boltanum á Elliott sem keyrði í átt að teignum áður en hann lagði hann fyrir Nunez sem hamraði boltanum efst upp í nærhornið.

Nunez verið gagnrýndur mikið á þessu tímabili og jafnvel talað um að selja hann í þessum glugga, en hann mætti til leiks í dag og náði í öll stigin fyrir Liverpool. Liðið er aftur komið með 7 stiga forystu á toppnum á meðan Brentford er í 11. sæti með 28 stig.

Franski framherjinn Jean-Philippe Mateta skoraði bæði mörk Crystal Palace í 2-0 sigrinum á West Ham.

Mateta skoraði fyrra mark sitt eftir undirbúning Eberechi Eze snemma í síðari hálfleiknum. Sjöunda mark hans í deildinni á þessari leiktíð.

Kostas Mavropanos fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði West Ham þegar tíu mínútur voru eftir fyrir brot á Mateta og það reyndist dýrkeypt því nokkrum mínútum síðar tvöfaldaði Mateta forystuna með marki úr vítaspyrnu og kom Palace upp fyrir West Ham á töflunni og í 12. sætið. Þar er liðið með 27 stig en West Ham í 14. sæti með 26 stig.

Fulham vann þá nýliða Leicester, 2-0, á King Power-leikvanginum en þeir Emile Smith Rowe og Adama Traore gerðu mörk gestanna.

Mörkin komu bæði í síðari hálfleiknum. Smith Rowe stangaði boltann í netið á 48. mínútu. Harry Wilson kom boltanum á Sasa Lukic sem framlengdi hann á Smith Rowe og þaðan í netið.

Wilson kom einnig að öðru marki Fulham er hann átti laglega sendingu á Traore sem skoraði með viðstöðulausu skoti þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir.

Fulham er í 9. sæti með 33 stig en Leicester í bullandi fallbaráttu með 14 stig í 19. sæti.

Brentford 0 - 2 Liverpool
0-1 Darwin Nunez ('90 )
0-2 Darwin Nunez ('90 )

Leicester City 0 - 2 Fulham
0-1 Emile Smith-Rowe ('48 )
0-2 Adama Traore ('68 )

West Ham 0 - 2 Crystal Palace
0-1 Jean-Philippe Mateta ('48 )
0-2 Jean-Philippe Mateta ('89 , víti)
Rautt spjald: Konstantinos Mavropanos, West Ham ('80)
Athugasemdir
banner
banner
banner