Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. febrúar 2020 18:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jibril Abubakar í KA (Staðfest) - Vakið áhuga stórliða
Abubakar og Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA.
Abubakar og Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA.
Mynd: KA
KA hafnaði í fimmta sæti Pepsi Max-deildarinnar síðasta sumar.
KA hafnaði í fimmta sæti Pepsi Max-deildarinnar síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA hefur fengið sóknarmanninn Jibril Abubakar frá toppliði dönsku úrvalsdeildarinnar, Midtjylland. Hann kemur á láni og mun leika með KA út ágústmánuð.

Abubakar er tvítugur að aldri og 193 sentímetrar. Á vefsíðu KA kemur fram að hann hafi vakið áhuga stórliða. Á síðasta ári voru fréttir þess efnis að njósnarar frá enska úrvalsdeildarfélaginu Leicester hefðu fylgst með honum í leik gegn Manchester United í Evrópukeppni unglingaliða.

Undanfarin ár hafa KA og Midtjylland verið að koma á samstarfi þar sem ungir og efnilegir drengir frá KA hafa farið til reynslu til Midtjylland og er koma Jibrils liður í þessu spennandi samstarfi félaganna.

KA varð fyrir áfalli á dögunum þegar fréttir bárust af því að sóknarmaðurinn Elfar Árni Aðalsteinsson væri alvarlega meiddur og yrði ekki með á komandi tímabili.

„Það verður áhugavert að sjá hvernig þessi spennandi leikmaður aðlagast KA-liðinu og íslenska boltanum en Jibril er mættur norður og verður vonandi kominn með leikheimild sem fyrst. Við bjóðum hann velkominn í KA!" segir í tilkynningu frá Knattspyrnufélagi Akureyrar.

KA hafnaði í fimmta sæti Pepsi Max-deildarinnar síðasta sumar.

Komnir:
Gunnar Örvar Stefánsson frá Magna
Jabril Abubakar frá Midtjylland (á láni)
Mikkel Qvist frá Horsens á láni
Rodrigo Gomes Mateo frá Grindavík
Sveinn Margeir Hauksson frá Dalvík/Reyni

Farnir:
Alexander Groven til Noregs
Callum Williams hættur
Daniel Cuerva til Tælands
Ólafur Aron Pétursson í Þór
Iosu Villar til Spánar
Sæþór Olgeirsson í Völsung
Torfi Tímóteus Gunnarsson í Fjölni (Var á láni)
Athugasemdir
banner
banner
banner