Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 18. febrúar 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Sigurður Gísli Snorrason (Þróttur V.)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Böðvar löpp Böðvarsson
Böðvar löpp Böðvarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmann Þórisson
Guðmann Þórisson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur mjög lengi að gera sig kláran Már Jónasson
Guðmundur mjög lengi að gera sig kláran Már Jónasson
Mynd: Þróttur Vogum
Andy Pew
Andy Pew
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eysteinn the EY-Z Þorri Björgvinsson
Eysteinn the EY-Z Þorri Björgvinsson
Mynd: Þróttur V/Jóna Kristbjörg og Guðmann Rúnar
Hermann Hreiðarsson
Hermann Hreiðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Gísli er FH-ingur sem vakti stormandi lukku með Þrótti Vogum síðasta sumar. Siggi lék sinn fyrsta mótsleik með FH sumarið 2015 og hefur síðan leikið með Fram, ÍR, Kórdrengjum og nú Þrótti.

Siggi skoraði eitt mark í nítján leikjum í 2. deildinni í fyrra þegar Þróttur var nálægt því að komast upp um deild. Til að kynnast Sigga enn betur er mælt með hlustun á Miðjuna þar sem Siggi var gestur Hafliða Breiðfjörð fyrir ekki svo löngu síðan. Í dag sýnir Siggi á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Sigurður Gísli Bond Snorrason

Gælunafn: Siggi Bond

Aldur: 26 í Mars, djöfull sem maður er að eldast

Hjúskaparstaða: Í blússandi sambúð með Eyrúnu minni

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Það hefur verið 2014 með FH

Uppáhalds drykkur: Hvítur Monster svo er rauði Monsterinn að kicka aðeins inn núna, hann er svaðalegur

Uppáhalds matsölustaður: Maturinn heima hjá mömmu er alltaf bestur en ég er annars einn harðasti Maikai maður landsins, það er geitin í leiknum. Original skál takk bæta við hvítu súkkulaði hnetusmjöri og mangó, það er svona heyrðímérskál

Hvernig bíl áttu: Ég á bara engan bíl, það er bara eins og það er

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Breaking Bad og Prison Break

Uppáhalds tónlistarmaður: Verð að segja Helgi Björns útaf tengdó, hún er harðasta Helga Björns kona landsins

Uppáhalds hlaðvarp: Steve Dagskrá og Doktorinn

Fyndnasti Íslendingurinn: Hjálmar Örn Jóhannsson

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Verð að fá fersk jarðaber, þrist og lauma svo nokkrum svörtum brjóstsykrum það er svona talaðu við mig refur

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Var á námskeiði hringi seinna frá Marteini Ægissyni,

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Haukum

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Oliver Sigurjóns í 5. flokki

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Þeir eru svo margir helvíti góðir en ég verð að setja þetta á Hemma Hreiðars

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Böddi Löpp á sparkvöllum í gegnum tíðina

Sætasti sigurinn: Þegar við unnum Stjörnuna og Breiðablik sama dag í 8 liða og undanúrslitum í 5. flokki. Það var alvöru þvæla

Mestu vonbrigðin: Að komast ekki upp í fyrra eru klárlega mestu vonbrigðin

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri til í að fá Guðmann Þórisson í Vogana, það væri alvöru veisla

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Jón Gestur Ben Birgisson og Ísak Bergmann deila þessu

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Leó Kristinn Þórisson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Melkorka Katrín og Rannveig Bjarna enda eru þær frænkur mínar!!

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Þórhallur Ísak, oft kallaður Dallurinn, hann er svakalegur. Það var morgunæfing síðasta sumar á laugardegi, allir mættir nema Dallurinn sjálfur. Við erum allir komnir út á völl, sjáum við ekki Land Roverinn hans Þórhalls mæta svo kallar Júlli, bíddu, er Dallurinn með einhverja stelpu með sér þarna frammí? Svo kemur Dallurinn og við spyrjum hann, þá sagðist hann hafa sofið yfir sig og gat ekki skutlað henni heim áður en hann myndi mæta á æfingu svo greyið stelpan þurfti að horfa á æfingu hjá okkur út í bíl áður en hann gat skutlað henni til Kef beint eftir æfingu!!

Uppáhalds staður á Íslandi: Laugarbakki

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar að Guðmundur Már Jónasson var að koma inn á á móti Selfoss í .net mótinu um daginn og var ekki nema átta mínutur að gera sig kláran, hann átti að koma inná á 75 min en kom inn á 85. min, alltof gott.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei ekki nema það að ég fæ mér rauðrófusafa fyrir hvern leik

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Bara með skíðagöngunni sem Gunni Birgis er að lýsa og svo er kóngurinn Jakob Helgi oft að lýsa skíðum líka og ég fylgist með því. Svo fylgist ég með Kríunni rúlla upp Grill66 deildinni

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Mætingin varð mér alltaf að falli

Vandræðalegasta augnablik: Bikarleikur á móti HK 2015, ég, Böddi og Flóki vorum að hita og á svona 60. mín kallar Heimir á okkur. Ég hélt að hann kallaði Flóki og Siggi, svo mæti ég þarna búinn að klæða mig úr gallanum og bara reddý í að mæta inn á - þá horfir Heimir svona furðulegum augum á mig og segir ahhhh Siggi ég kallaði ekkert á þig - ha. Ég fór bara aftur í gallann og langaði að hverfa af yfirborði jarðar þarna.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég myndi byrja á að taka umboðsmanninn minn Jakob Helga með, þá þyrftum við ekki að hafa áhyggjur af góða skapinu allavega og hann myndi líklega redda okkur þyrlu ef ég þekki hann rétt. Svo myndum við taka the greatest leg in the world Bödda Löpp, hann er reyndar eini maðurinn sem ég þekki sem er meira ósjálfbjarga en ég en hann yrði að vera með sá kóngur. Og svo síðastur en alls ekki sístur myndum við hafa Eystein Þorra Björgvinsson, það er í stuttu máli einhver besti gæi sem ég hef kynnst, þvílíkur toppmaður. OOOOOO THE EY-Z!!

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er með 5% sjón á hægra auga

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Andy Pew kemur sífellt á óvart, gæinn er 41 árs en heldur að hann sé 17 ára, það er algjör kóngur, ótrúlegt eintak í alla staði.

Hverju laugstu síðast: Eftir að ég byrjaði að taka líf mitt aðeins í gegn þá hef ég hætt að ljúga, neinei ég segi svona, ætli það hafi ekki verið að ég væri búinn að taka úr vélinni áðan við Eyrúnu en ég er ekki ennþá búinn að því

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Verð að setja þetta á helvítis hlaupin sem við erum í fyrir hverja einustu æfingu núna guð minn góður, pre season hjá Hemmanum er alvöru, við kvörtum ekki yfir því í sumar

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég væri til í að spyrja sjálfan mig fyrir nokkrum árum hversu heimskur ertu eiginlega vinur en fæ víst ekki að gera það.
Miðjan - Siggi Bond var neyddur til að ræna apótek í Amsterdam
Athugasemdir
banner
banner