Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. mars 2019 15:35
Arnar Daði Arnarsson
Þórarinn Ingi: Lét orð falla sem eiga ekki heima á fótboltavelli
Þórarinn Ingi leikmaður Stjörnunnar.
Þórarinn Ingi leikmaður Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórarinn Ingi Valdimarsson leikmaður Stjörnunnar hefur sent frá sér tilkynningu á Twitter varðandi atvik sem átti sér stað í leik Stjörnunnar og Leiknis R. í Lengjubikarnum um helgina.

Fótbolti.net greindi frá málinu fyrr í dag.

„Í leik Stjörnunnar og Leiknis missti ég stjórn á skapi mínu og lét orð falla sem eiga ekki heima á fótboltavelli. Orð sem eru mér ekki sæmandi. Ég fékk verðskuldað rautt spjald. Strax eftir leik talaði ég við við viðkomandi aðila og baðst afsökunar á því. Fyrir mér lauk málinu þar og skildum við sáttir," segir Þórarinn Ingi í tilkynningu sinni á Twitter.

Hægt er að sjá Twitter-færslu Þórarins hér að neðan:




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner