Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fim 18. mars 2021 09:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Félag á Norðurlöndum sýnir Hákoni Rafni áhuga
Hákon í leik með Gróttu á undirbúningstímabili.
Hákon í leik með Gróttu á undirbúningstímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það eru vangaveltur varðandi framtíð markvarðarins efnilega Hákonar Rafns Valdimarssonar.

Hákon Rafn, sem er 19 ára, hefur verið aðalmarkvörður Gróttu síðastliðin þrjú ár. Hann var aðalmarkvörður í 2. deild 2018, í Lengjudeildinni 2019 og svo í Pepsi Max-deildinni í fyrra en Grótta féll úr efstu deild.

Það er óvissa með það hvort Hákon spili með Gróttu í sumar en hann hefur spilað með liðinu á undirbúningstímabilinu.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Hákon Rafn vakið áhuga erlendis frá og er eitt félag á Norðurlöndum sem hefur sýnt honum hvað mestan áhuga.

Hann fór síðasta vetur í reynslu til Svíþjóðar hjá Elfsborg og Norrköping, en það mun koma í ljós á næstu vikum hvort Hákon fari út í atvinnumennsku. Samkvæmt heimildum okkar er það líklegast að hann fari til Elfsborg ef hann fer erlendis.

Hann er í U21 landsliðshópnum sem fer á EM en hópurinn var opinberaður á vef UEFA í gær.


Athugasemdir
banner
banner