Daniel Munoz er búinn að gera nýjan samning við Crystal Palace en þessi vængbakvörður hefur meðal annars verið orðaður við Manchester City, Barcelona og Chelsea frá komu sinni til Palace fyrir einu og hálfu ári síðan.
Munoz er lykilmaður í liði Palace og gildir nýr samningur hans við félagið í þrjú ár.
Þessi kólumbíski bakvörður fær launahækkun með nýjum samningi, en hann hefur komið að 16 mörkum í 54 leikjum frá komu sinni til Palace.
Stjórnendur og þjálfarar eru gríðarlega ánægðir með Munoz og vilja ekki missa hann frá sér. Óljóst er hversu hátt tilboð þarf til að sannfæra Palace um að selja bakvörðinn sinn.
The fan on the field.
— Crystal Palace F.C. (@CPFC) April 18, 2025
Daniel Muñoz.#CPFC pic.twitter.com/5WhEmQvbf9
Athugasemdir