Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   lau 18. maí 2024 10:30
Brynjar Ingi Erluson
Dasilva framlengir við Brentford
Mynd: Getty Images
Josh DaSilva, leikmaður Brentford á Englandi, hefur framlengt samning sinn við félagið til 2025.

Þessi 25 ára gamli miðjumaður var að renna út á samningi en félagið ákvað að nýta sér ákvæði í samningnum.

Samningur hans var því framlengdur út næsta tímabil.

DaSilva hefur aðeins spilað þrjá leiki á þessu tímabili vegna erfiða meiðsla aftan í læri og á hné en félagið er ekki með fasta dagsetningu á endurkomu hans.

DaSilva kom til Brentford frá Arsenal fyrir sex árum og lék alls 36 úrvalsdeildarleiki á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner