Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   þri 18. júní 2024 16:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Munu sakna eins besta leikmanns Íslandsmótsins í kvöld - „Kemur til baka sem sterkari persóna"
Í níu deildarleikjum hefur Danijel skorað fimm mörk og lagt upp eitt mark.
Í níu deildarleikjum hefur Danijel skorað fimm mörk og lagt upp eitt mark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Danijel Dejan Djuric var úrskurðaður í tveggja leikja bann í síðustu viku og verður ekki með Víkingum þegar liðið mætir Val í Bestu deildinni í kvöld.

„Ég ætla að æfa svona tíu sinnum á dag. Það mun verða mjög skrýtið að vera upp í stúku að horfa á þessa leiki en ég mun æfa og koma alveg tvíefldur til leiks á móti Stjörnunni. Eftir þetta fékk ég ótrúlega góð viðbrögð, Arnar sendi á mig upp með hausinn, þetta er allt í lagi þú heldur áfram. Svo eru það allir í kringum félagið, þetta er topp topp fólk. Eftir að ég skoraði seinna markið þá bara hneigði ég mig fyrir framan þau. Ástin sem ég fæ hérna er ómetanleg," sagði Danijel í viðtali við Fótbolta.net í síðustu viku.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Víkingur R.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var spurður út í Danijel í viðtali á dögunum. Er mikið högg að vera ekki með sóknarmanninn gegn Val?

„Já, hann er náttúrulega búinn að vera einn besti leikmaður Íslandsmótsins, ef ekki sá besti í sumar. Auðvitað söknum við hans. Mér finnst hann búinn að svara öllum spurningum mjög vel eftir þetta bann, búinn að vera mjög hógvær og svaraði mjög vel í leiknum gegn Fylki - kom okkur í undanúrslitin."

„Hann verður klár þegar bannið verður búið. Ég held hann komi til baka, ekki bara sem sterkari leikmaður heldur líka sem sterkari persóna."


Leikur Vals og Víkings hefst klukkan 20:15 í kvöld.

Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner