Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   mið 12. júní 2024 19:02
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Stöð 2 
Danijel Djuric telur refsingu sína réttmæta: Er ungur og vitlaus
Danijel Djuric, leikmaður Víkings.
Danijel Djuric, leikmaður Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Tveggja leikja bann er bara mjög eðlilegt finnst mér. Ég sé eftir þessu og verð í skammarkróknum í næstu tvo leiki. Það er bara eins og það er," sagði Danijel Djuric, í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Danijel var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að kasta vatnsbrúsa frá hlaupabrautinni upp í stúku eftir jafntefli gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli þann 30. maí síðastliðinn. Brúsinn fór í stuðningsmann Breiðabliks sem hafði ögrað Danijel með orðum sínum.

Danijel mun því missa af leikjum Víkings gegn Val á útivelli og KR á heimavelli.

„Mér finnst eins og allt ferlið fyrir Kópavogsleikinn hafi þyrlað þessu upp. Frá vítaspyrnudómnum uppi á Skaga og svo kemur leikurinn. Ég spring í Blikaleiknum," segir Danijel í viðtali við Stefán Árna Pálsson.

„Ég er ungur og vitlaus. Ég er ekki stoltur af þessu og biðst fyrirgefningar fyrir það."

Í umræddum leik á Akranesi var Danijel sakaður um leikaraskap og hrópað var að honum í viðtali eftir þann leik. Hann segist ekki þekkja annað en að fá að heyra það úr stúkunni og pirringurinn í leiknum í Kópavogi hafi verið uppsafnaður.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner