Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 18. júlí 2022 15:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tökum Frakka á íslensku geðveikinni - „Erum alveg jafn góðar"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist óðum í stórleikinn gegn Frakklandi á EM á Englandi.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Frakkland

Frakkland er þriðja besta lið heims á meðan Ísland er í 17. sæti. Ísland þarf að ná í hagstæð úrslit til að komast í 8 liða úrslit.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var til viðtals á Fótbolta.net á dögunum en hún er bjartsýn fyrir leikinn.

„Mér fannst liðið verjast frábærlega, við viljum reyna halda í boltann betur. Við erum með framherja sem geta búið til eitthvað úr engu og þær eru búnar að standa sig frábærlega á þessu móti," sagði Gunnhildur.

„Frakkar eru með heimsklassa lið og við þurfum örugglega að verjast mikið þar líka. Við erum að hugsa um það hvernig við getum sótt líka."

Það getur allt gerst í fótbolta.

„Þetta er fótbolti, allt getur gerst, þetta er heimsklassa lið með heimsklassa leikmenn en við erum með íslensku geðveikina og leikmenn sem eru alveg jafn góðar og þær. VIð ætlum bara einbeita okkur að okkur, við getum ekki hugsað út í alla þeirra leikmen, hvað þeir hafa gert eða náð á sínum ferli, þetta snýst um okkur og okkar frammistöðu og við þurfum að standa okkur vel."


Athugasemdir
banner
banner
banner