Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 18. ágúst 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
FH-ingar hittast á „endurreisnarkvöldi"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stuðningsmenn FH ætla að koma saman í veislusal Sjónarhóls í kvöld og fara yfir málin. Tímabilið hjá FH hefur vægast sagt verið vonbrigði en liðið er einu stigi frá fallsæti þegar 17 umferðir eru búnar.


Eins og venjan er voru margir sem spáðu því fyrir tímabilið hver myndi standa uppi sem Íslandsmeistari og einhverjir veðjuðu á FHinga.

Kvennalið FH mætir HK í toppslag í Lengjudeildinni kl 18 í kvöld en með sigri fer liðið langleiðina með að tryggja sætið í Bestu deildinni. Eftir leikinn hittast stuðningsmenn FH á Sjónarhóli.

Eiður Smári Guðjohnsen, Sigurvin Ólafsson og Davíð Þór Viðarsson mæta og fara yfir stöðuna og ræða það sem framundan er og léttar veitingar á boðstólnum.

Viðburðurinn á Facebook.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner