Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 18. september 2020 15:26
Magnús Már Einarsson
Klopp í skýjunum: Mjög svalt að Thiago vildi koma
Thiago smellir af mynd í Liverpool treyjunni.
Thiago smellir af mynd í Liverpool treyjunni.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
„Þetta er algjörlega frábært. Ég er mjög ánægður með að við höfum loksins náð að ganga frá þessu," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir að félagið keypti miðjumannin Thiago Alcantara frá Bayern Munchen.

Thiago hefur verið orðaður við Liverpool í allt sumar en hann skrifaði undir í dag.

„Leikmaður eins og Thiago, sem hefur aðlagast vel hjá Bayern, er vanalega ekki í boði fyrir neinn. Ef leikmaðurinn vill ekki ólmur fara þá áttu ekki séns."

„Bayern er með langtíma samninga við aðalmennina sína. Thiago var aðalmaðurinn hjá Bayern undanfarin ár og ég veit að allir hjá Bayern vildu ólmir halda honum. Það er eðlilegt og skiljanlegt því hann spilaði mikilvægt hlutverk hjá þeim á síðasta tímabili."

„Hann var tilbúinn í nýja áskorun og ákvað að velja okkur. Það er hrós fyrir okkur því hann veit að enska úrvalsdeildin er erfið en hann vill koma í ensku úrvalsdeildina."

„Hann veit að við erum með gott lið og hann vill koma í þetta í lið. Þegar við ræddum um leikmennina okkar þá ber hann mikla virðingu fyrir þeim öllum. Hann hrífst af þeim."

„Við spiluðum gegn honum þegar við mættum Munchen í Meistaradeildinni fyrir tveimur árum svo hann veit hvernig vél við getum verið og hann vill vera hluti af því. Þetta snýst um félagið og liðið og hann vildi koma til okkar. Það er mjög svalt."


Að sögn Klopp gæti Thiago mætt á sína fyrstu æfingu með Liverpool síðdegis í dag og möguleiki er á að hann verði í hópnum gegn Chelsea á sunnudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner