Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 18. október 2024 16:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að allir nema Hareide viti að hann verði látinn fara
Icelandair
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er lykt af þjálfarabreytingum í Laugardalnum en Age Hareide, núverandi landsliðsþjálfari, er með riftunarákvæði í samningi sínum sem er hægt að virkja í nóvember.

Hareide hefur stýrt íslenska landsliðinu í 18 leikjum síðan hann tók við liðinu fyrir 18 mánuðum síðan. Sjö þessara leikja hafa unnist, níu hafa tapast og tveimur lokið með jafntefli.

Rætt var um það í hlaðvarpsþættinum Dr Football í dag að búið væri að taka ákvörðun um að Norðmaðurinn verði ekki áfram eftir tvo síðustu leiki ársins í nóvember.

„Age Hareide er minn maður. Það virðast allir, og þá meina ég allir, í íslensku fótboltasamfélagi vita af því að leikirnir í nóvember séu þeir síðustu hjá honum. Það virðast allir vita það nema hann sjálfur," sagði Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi Dr Football, í dag.

„Ég átti samtöl við fólk á mánudaginn og þriðjudaginn. Svo átti ég mjög gott samtal við einn sem er mjög nálægt þessu í gær. Hann sagði mér bara að hann væri 'out' í nóvember. Hann hafi verið að kveðja Laugardalsvöllinn með gamla grasinu."

Eyþór Wöhler, sóknarmaður KR, var gestur í þættinum og hann sagðist hafa heyrt það sama frá fólki nálægt landsliðinu.

KSÍ vildi lítið tjá sig um þessar sögusagnir við Fótbolta.net í þessari viku.

Bæði Morgunblaðið og 433 kölluðu eftir þjálfarabreytingum í vikunni og voru Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson þá nefndir sem mögulegir arftakar Hareide.
Athugasemdir
banner
banner
banner