Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. nóvember 2019 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
FC Den Bosch biðst afsökunar fyrir skelfileg viðbrögð
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn FC Den Bosch gerðust sekir um kynþáttafordóma í garð liðsfélaga Elías Más Ómarssonar hjá Excelsior er liðin gerðu 3-3 jafntefli í hollensku B-deildinni í gær.

Stöðva þurfti leikinn vegna fordómanna og hafa viðbrögð þjálfara Den Bosch og félagsins sjálfs vakið hörð viðbrögð, meðal annars frá Georginio Wijnaldum.

Nú hefur Den Bosch beðist afsökunar á viðbrögðum sínum. Fyrstu viðbrögð félagsins voru að segja að meinta kynþáttaníðið hafi verið krákuhljóð frá stuðningsmönnum, ekki apahljóð. Þá voru fyrstu viðbrögð þjálfara liðsins að kalla leikmann Excelsior 'hálfvita' fyrir að bregðast við kynþáttaníðinu.

„FC Den Bosch hafði kolrangt fyrir sér í gær með yfirlýsingu sem var birt of snemma. Þetta voru mistök af hálfu félagsins, sem biðst afsökunar á þessum mistökum - sérstaklega til leikmanns Excelsior Ahmad Mendes Moreira," segir í yfirlýsingu félagsins.

„Félagið er með málið til rannsóknar og mun refsa þeim aðilum sem áttu í hlut. Auk þess hefur félagið ákveðið að setja upp nefnd til að finna lausnir á þessum vanda til frambúðar."
Athugasemdir
banner
banner
banner