Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
banner
   lau 18. nóvember 2023 11:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mbappe tók vel í gagnrýnina frá Enrique - „Getur kennt mér margt"
Mynd: EPA

Kylian Mbappe framherji PSG og franska landsliðsins skoraði öll mörk PSG í 3-0 sigri á Reims í frönsku deildinni um síðustu helgi.


Þrátt fyrir það gagnrýndi Luis Enrique stjóri liðsins Mbappe fyrir frammistöðu sína í leiknum.

„Ég er í raun ekki sáttur með Kylian í dag. Ég hef ekkert að setja út á mörkin en hann getur hjálpað liðinu meira. Hann er leikmaður í heimsklassa, við viljum fá meira frá honum," sagði Enrique að leikslokum.

„Hann getur hjálpað liðinu á aðra vegu heldur en bara með að skora mörk. Ég þarf að ræða við hann um þetta undir fjögur augu."

Mbappe sagði að þessu ummæli stjórans hafi ekki truflað sig.

„Ég tók því mjög vel, hann er frábær þjálfari og getur kennt mér margt. Ég sagði honum strax að hann myndi ekki eiga í neinum vandræðum með mig. Ég hef alltaf unnið vel með þeim þjálfurum sem ég hef haft," sagði Mbappe.


Athugasemdir
banner
banner
banner