Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
banner
   lau 18. nóvember 2023 19:10
Elvar Geir Magnússon
Lissabon
„Þurfum að byggja upp sjálfstraust fyrir verkefnið í mars“
watermark Age Hareide á æfingu í Lissabon í dag.
Age Hareide á æfingu í Lissabon í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið æfði á Estádio José Alvalade síðdegis í dag, heimavelli Sporting Lissabon. Þar mun Portúgal taka á móti Íslandi annað kvöld í lokaleik liðanna í riðlinum í undankeppni EM.

Leikurinn á morgun hefur ekki mikið þýðingargildi. Portúgal er fyrir löngu búið að tryggja sér sigur í riðlinum en Ísland er að búa sig undir að fara í umspil í mars. Það má því segja að leikurinn á morgun sé nánast æfingaleikur.

Age Hareide var spurður að því af fréttamanni Fótbolta.net eftir æfinguna hvernig leik megi búast við á morgun?

„Það er alltaf gríðarlega erfitt verkefni að spila við Portúgal í Portúgal, þetta er eitt besta lið Evrópu. Við þurfum fyrst af öllu að verjast almennilega og fara vel með skyndisóknirnar, við höfum sýnt að við getum það," segir Hareide.

„Það er mjög mikilvægt að menn haldi ekki að það sé ómögulegt að gera eitthvað. Það er ýmislegt sem við þurfum að vinna að og eitt af því er að byggja upp sjálfstraustið fyrir umspilið í mars. Þetta er fullkominn leikur til þess að byggja upp sjálfstraust og máta okkur við eitt besta lið í Evrópu."
Athugasemdir
banner
banner
banner