Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   lau 18. nóvember 2023 16:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vladan Djogatovic nýr markvarðaþjálfari Vestra
Vladan Djogatovic í leik með Grindavík á sínum tíma
Vladan Djogatovic í leik með Grindavík á sínum tíma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Vladan Djogatovic hefur verið ráðinn markmannsþjálfari Vestra en hann tekur við af Brenton Muhammed sem lét af störfum hjá félaginu í síðasta mánuði.


Vladan kom hingað til lands árið 2019 og gekk til liðs við Grindavík þar sem hann lék í tvö tímabil áður en hann hélt norður og lék eitt tímabil með KA og síðan tvö tímabil hjá Magna á Grenivík.

„Vladan er þakklátur fyrir traustið sem honum hefur verið sýnt og er fullur tilhlökkunar að koma vestur. Við bjóðum Vladan velkominn í Vestra," segir í tilkynningu frá félaginu.

Vestri leikur í Bestu deildinni næsta sumar eftir sigur á Aftureldingu í umspilinu í Lengjudeildinni síðasta sumar.


Athugasemdir
banner
banner