Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   þri 19. janúar 2021 09:15
Magnús Már Einarsson
Þrír með 13 rétta - unnu 1,5 milljónir hver
Þrír Íslendingar voru með alla leikina rétta á enska getraunaseðlinum um helgina og unnu sér inn rúmlega 1,5 milljónir króna hver.

Tveir af þremur vinningshöfum keyptu seðilinn góða í félagakerfi Getrauna en það er sölukerfi íþróttafélaga landsins, sá þriðji keypti seðilinn með snjalltæki.

„Vinningshafarnir styðja liðin Fjölni, ÍR og Sindra á Hornafirði og greiddu 810, 960 og 2430 krónur fyrir sína seðla en þegar tipparar merkja seðilinn með getraunanúmeri félags rennur hluti af upphæð seðilsins beint til þess íþróttafélagsins," segir í fréttatilkynningu.

„Íslenskar Getraunir óska vinnningshöfum innilega til hamingju með vinninginn."
Athugasemdir
banner