Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. janúar 2023 16:30
Elvar Geir Magnússon
Ástæðulaust að bíða með að framlengja við Dzeko
Dzeko kyssir Ofurbikarinn ítalska.
Dzeko kyssir Ofurbikarinn ítalska.
Mynd: Getty Images
Þó árin færist yfir er aldurinn ekki farinn að segja til sín hjá hinum 36 ára gamla Edin Dzeko sem hefur verið besti sóknarmaður Inter á tímabilinu.

Dzeko skoraði laglegt mark í 3-0 sigri Inter gegn AC Milan í gær en liðin léku um ítalska Ofurbikarinn í Ríad.

Dzeko átti þátt í uppbyggingu fyrsta marksins og skoraði síðan það annað. Romelu Lukaku og Lautaro Martínez eru báðir í vandræðum mð að sýna sínar bestu hliðar með Inter en á meðan hefur Dzeko sýnt mikilvægi sitt.

Ítalski fjölmiðlar hlaða Dzeko lofi og í La Gazzetta dello Sport stendur: „Svo mikið er hungrið í árangur að hann stýrði sýningunni frá upphafi. Það er ástæðulaust að bíða með að framlengja við hann."

Samningur Dzeko rennur út í sumar en hann hefur skorað ellefu mörk og átt fjórar stoðsendingar í 26 leikjum á tímabilinu.
Athugasemdir
banner