Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 19. febrúar 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nicky Butt þarf ekki að fara í dómsal - Ákæran lögð niður
Nicky Butt.
Nicky Butt.
Mynd: Getty Images
Dómstólar í Englandi hafa fellt niður ákæru á hendur Nicky Butt, yfirmanns þróunnar leikmanna hjá Manchester United. Hann er einnig fyrrum leikmaður United.

Butt var handtekinn í apríl á síðsta ári sakaður um að hafa ráðist á fyrrverandi eiginkonu sína, Shelley Barlow.

Butt átti að fara fyrir rétt í næstu viku, en nú hefur kæran verið lögð niður vegna þess að saksóknara skorti sönnunargögn.

Það er talið að Barlow hafi ekki viljað bera vitni gegn Butt, sem hafði neitað sök í málinu.

Butt og Barlow voru gift í 11 ár og eiga þau tvö börn saman.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner