Cunha og Sane orðaðir við Arsenal - Gabriel til Sádi? - Mainoo gæti farið og Bellingham komið - Isak fær væna launahækkun
   mið 19. mars 2025 23:52
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea borgar rúmlega 74 milljónir fyrir Essugo og Quenda (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Enska stórveldið er búið að festa kaup á tveimur bráðefnilegum leikmönnum portúgalska stórveldisins Sporting CP.

Chelsea er sagt borga um 74 milljónir evra, eða 62 milljónir punda, til að klófesta þessa tvo ungu leikmenn.

Annar þeirra heitir Dário Essugo og er 20 ára gamall. Esugo leikur sem varnarsinnaður miðjumaður og hefur verið lykilmaður á láni hjá Las Palmas í spænsku deildinni á tímabilinu.

Hinn heitir Geovany Quenda og er aðeins 17 ára gamall. Hann verður 18 ára í apríl en mun ekki ganga til liðs við Chelsea fyrr en sumarið 2026.

Quenda er hægri kantmaður að upplagi en getur einnig spilað sem hægri bakvörður eða á vinstri kanti.

Leikmennirnir eiga samtals 68 landsleiki að baki fyrir yngri lið Portúgals og kosta þess vegna væna fúlgu fjárs. Quenda hefur komið við sögu í 44 leikjum með Sporting á yfirstandandi tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner