Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 19. apríl 2021 07:30
Aksentije Milisic
Tuchel: Líður eins og partur af Chelsea fjölskyldunni
Mynd: Getty Images
Tomas Tuchel, stjóri liðsins, hefur rætt um byrjun sína hjá Lundúnarliðinu og framtíðina.

Tuchel hefur verið að gera flotta hluti með Chelsea en hann kom liðinu í úrslitaleik enska bikarsins í gær með 1-0 sigri á Man City á Wembley.

Þá er liðið komið í undanúrslit í Meistaradeildinni þar sem það mætir Real Madrid. Tuchel er sáttur með þessa byrjun sína hjá félaginu og líður honum mjög vel.

„Mér líður eins og ég sé hluti af Chelsea fjölskyldunni. Ég krefst þess af mér að skila góðu verki. Mér líður vel hérna og ég vil vera hér sem lengst," sagði Þjóðverjinn.

„Það er allt mjög fagmannlegt hérna. Mér er sama hvað stendur í samningnum mínum. Ég verð að vinna fyrir því að fá að vera hérna áfram. Þetta félag hefur mikinn stuðning."

„Ef ég mun eiga það skilið að vera hérna áfram, þá mun ég gera það. Ég er á réttum stað á réttum tíma. Ég þarf að skila góðu verki hér viku eftir viku."

Chelsea er þá í mikillri baráttu um að ná topp fjórum í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner