Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 19. júní 2021 16:57
Brynjar Ingi Erluson
Memphis Depay til Barcelona (Staðfest)
Memphis Depay er mættur til Barcelona
Memphis Depay er mættur til Barcelona
Mynd: Heimasíða Barcelona
Hollenski sóknarmaðurinn Memphis Depay er genginn í raðir Barcelona á Spáni en hann kemur á frjálsri sölu frá Lyon. Þetta kemur fram á heimasíðu Barcelona.

Depay er 27 ára gamall og getur spilað flestum stöðum í sókninni en hann hefur verið eitt helsta vopn Lyon síðustu fjögur árin.

Á þessum fjórum árum spilaði hann 178 leiki, skoraði 76 mörk og lagði upp 55.

Hann hefur einnig verið á mála hjá Manchester United og PSV Eindhoven en ákvað að hefja nýtt ævintýri á Spáni eftir að samningur hans við Lyon rann út á dögunum.

Depay hefur verið í viðræðum við Barcelona í nokkra mánuði en hann er nú formlega genginn til liðs við spænska félagið. Hann mun gera tveggja ára samning með möguleika á þriðja árinu.

Þetta er annar framherjinn sem Barcelona fær til sín í sumar en Sergio Aguero kom einnig á frjálsri sölu eftir að hafa spilað í áratug með Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner