Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   sun 19. september 2021 23:30
Aksentije Milisic
Kári gagnrýnir KR - „Henda sér niður út um allt og öskra á víti endalaust"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, leikmaður Víkings, var ekki sáttur með framgöngu KR-inga í leiknum í kvöld.

Lestu um leikinn

Leikurinn var hinn dramatískasti og það var gífurlega mikið undir fyrir bæði lið.

Að lokum vann Víkingur 1-2 sigur þar sem Ingvar Jónsson varði víti frá Pálma Rafni Pálmasyni í uppbótartíma. Leikurinn í kvöld var síðasti deildarleikur Kára Árnason á ferlinum.

„„KR-ingar gera þetta rosalega oft. Henda sér niður út um allt og öskra á víti endalaust. Það er þreytt að menn séu enn að falla í þessa gryfju en þetta er annað vítið sem Ingvar tekur í röð og það er bara geggjað,“ sagði Kári í viðtali við Stöð2Sport eftir leikinn.

Kjartan Henry Finnbogason fékk beint rautt spjald en hann virtist kýla Þórð Ingason undir lok leiks. Þá fengu Hajrudin Cardaklija og Þórður Ingason einnig rautt spjald hjá Víkingum.

Sjá einnig:
Kjartan Henry virtist kýla Þórð



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner