Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. september 2022 14:34
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn Man Utd fengu matareitrun í Moldóvu
Cristiano Ronaldo skoraði af vítapunktinum í Moldóvu.
Cristiano Ronaldo skoraði af vítapunktinum í Moldóvu.
Mynd: Getty Images
Talið er líklegt að leikmenn og starfsmenn Manchester United hafi fengið matareitrun í kringum Evrópudeildarleikinn gegn Sheriff í Moldóvu á fimmtudaginn.

United vann 2-0 sigur í Kisínev, höfiuðborg Moldóvu, þar sem Jadon Sancho og Cristiano Ronaldo skoruðu.

Liðið fór heim með einkaþotu en á föstudeginum fór mönnum að líða illa. Samkvæmt The Sun veiktust um tólf einstaklingar og voru fjarverandi á æfingu á föstudag og laugardag.

Verið er að skoða hvort veikindin stafi af mögulegri matareitrun sem þeir hlutu í Moldóvu eða í fluginu heim.

United var ekki í eldlínunni um helgina en leik liðsins gegn Leeds United, sem fram átti að fara í gær, var frestað í tengslum við útför Elísabetar Englandsdrottningar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner