
Valur mun á miðvikudag leika fyrri leik sinn við Slavia Prag frá Tékklandi í forkeppni Meistaradeildar kvenna.
Sigurliðið úr þessu einvígi fer áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en Breiðablik komst þangað í fyrra - fyrst íslenskra félaga.
Sigurliðið úr þessu einvígi fer áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en Breiðablik komst þangað í fyrra - fyrst íslenskra félaga.
Það er verið að betrumbæta Meistaradeild kvenna með hærri peningaupphæðum en Valur á möguleika á háum fjármunum með því að komast alla leið í riðlakeppnina.
Samkvæmt grein vefmiðilsins Goal þá hefur Valur nú þegar fengið 80 þúsund evrur fyrir að komast á þetta stig keppninnar en það eru rúmlega 11,3 milljónir íslenskra króna.
Ef Valur tapar gegn Slavia Prag þá bætast 140 þúsund evrur ofan á það en ef liðið fer áfram þá fær félagið 100 þúsund evrur og svo 400 þúsund evrur fyrir að komast í riðlakeppnina.
Valur fær því alls 580 þúsund evrur ef þær komast í riðlakeppnina eða rúmlega 82 milljónir íslenskra króna.
Lið fá svo 50 þúsund evrur fyrir sigra í riðlakeppninni og 17 þúsund evrur fyrir jafntefli.
Það er ekki hægt að bera saman peningana í Meistaradeild karla og kvenna, en keppnina kvennamegin er á uppleið.
Athugasemdir