Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. september 2022 12:00
Hafliði Breiðfjörð
Þjálfari KR: Ertu á lyfjum?
Christopher Harrington.
Christopher Harrington.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Páll og Chrisopher.
Arnar Páll og Chrisopher.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rebekka Sverrisdóttir.
Rebekka Sverrisdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Christopher Harrington og Arnar Páll Garðarsson þjálfarar kvennaliðs KR hafa blandað sér í umræðu um umgjörð á leikjum liðsins og ljóst að mönnum er heitt í hamsi.


Rebekka Sverrisdóttir fyrirliði liðsins gagnrýndi félagið í viðtali við RÚV eftir að liðið féll úr deildinni í gær með tapi gegn Selfossi.

Óánægja með umgjörðina hjá KR - „Mikið talað og lítið gert"

Hún sagði þar að mikið væri talað en lítið gert og benti á að börur hafi ekki verið mannaðar og því hafi tekið langan tíma að koma mikið meiddum leikmanni af velli.

Í umræðuþræði á samfélagsmiðlinum Twitter tjáir Hafrún Kristjándóttir íþróttasálfræðingur sig um málið og í kjölfarið hefst umræða. Sigurður Helgason segir ábyrgðina á börunum hafa legið hjá þjálfurum KR.

„Þá er þetta vandamál þjálfarana. Í karlaleikjum boða þjálfarar 2. og 3. flokks leikmenn í þessi verkefni. Annar þjálfari mfl.kv. er líka þjálfari 2.og 3. flokks kvenna. Vona að þetta verði betra í næsta leik. Áfram KR!" segir Sigurður.

Arnar Páll tekur undir þetta og staðfestir að þjálfarar liðsins hafi boðað stelpur úr þriðja flokki í verkefnin.

„Eins og alltaf þá boðum við stelpur úr 3.fl sem eiga að manna gæslu, miðasölu og að vera á börunum. Í gær forfölluðust allar sem var sent á og því náðist ekki að redda þessu," segir Arnar Páll sem sjálfur er að hætta hjá félaginu eftir að hafa fengið þau skilaboð að ekki verði endursamið við hann.

Cristopher Harrington svarar umræðunni eins og Arnar og segir:

„Þjálfarar? Ertu á lyfjum?! Hvernig geturðu búist við að þjálfarar EIGI að sjá til þess að umgjörð leiksins sé fullkomin fyrir leikmennina? Ég hef verið hjá öðrum félögum og það er ALDREI á ábyrgð þjálfaranna að sjá um þessa hluti, það eru sjálfboðaliðarnir og stjórnirnar," segir Harrington og heldur áfram.

„Já, sjálfboðaliðarnir gefa allt sitt í þetta og geta ekki alltaf verið á svæðinu og því er þetta á ábyrgð þeira í kringum liðið að hafa plan til að sjá til þess að einhver sé til staðar þegar það gerist."


Athugasemdir
banner
banner
banner