Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   þri 19. september 2023 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fanney: Með svo margt sem hún getur kennt mér
Fanney á landsliðsæfingu í dag.
Fanney á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sandra Sigurðardóttir.
Sandra Sigurðardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það er alveg ótrúlega góð tilfinning og mikið stolt sem fylgir því að vera kölluð inn í þennan hóp," segir markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir í samtali við Fótbolta.net. Hún er í fyrsta sinn í íslenska A-landsliðshópnum.

Kom það á óvart að vera valin?

„Já, að einhverju leyti. Svo er staðan nokkuð opin þannig að það er gott að fá kallið."

Fanney, sem er 18 ára gömul, fékk traustið fyrir tímabilið hjá Íslandsmeisturum Vals og hefur staðið sig gríðarlega vel með liðinu í Bestu deildinni. „Ég er búin að læra ógeðslega mikið á því að spila með öllum þessum stelpum, og að fá að spila mikið af leikjum."

„Það er alltaf góð tilfinning að fá traustið og finna fyrir traustið, bæði frá liðinu og þjálfarateyminu... það er mjög góð tilfinning líka að bæta ártali á vegginn og fá að lyfta bikarnum í lok móts."

Sandra sneri aftur
Fanney fékk traustið eftir að Sandra Sigurðardóttir lagði hanskana á hilluna eftir síðasta tímabil. Sandra hafði verið landsliðsmarkvörður og staðið sig frábærlega með bæði landsliðinu og Val á síðasta ári. Hún ákvað að taka hanskana aftur fram af hillunni nýverið og er núna mætt aftur í landsliðið eftir að hafa veitt Fanneyju samkeppni í Val undanfarnar vikur.

„Það er frábært að æfa með henni og frábært að læra af henni. Hún er með ótrúlega mikla reynslu og ég reyni af tína hana til mín hægt og rólega," segir Fanney um Söndru.

„Það er alltaf smá pressa en þá verður maður bara að standa sig til að fá að spila. Það er frábært að læra af henni. Hún er með svo margt sem hún getur kennt mér. Það er mjög gaman að fá að vita af því. Hún er frábær fyrirmynd og allt sem hún gerir er upp á tíu. Það er frábært að fá svona góða fyrirmynd til að eltast við."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner