Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
   þri 19. september 2023 18:58
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Pope með stórleik í Mílanó - Leipzig vann í Sviss
Nick Pope var frábær í Mílanó
Nick Pope var frábær í Mílanó
Mynd: Getty Images
Leipzig byrjar vel
Leipzig byrjar vel
Mynd: Getty Images
AC Milan og Newcastle United gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð í F-riðli riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld, en leikurinn fór fram á San Síró.

Þetta var fyrsti Meistaradeildarleikur Newcastle í 20 ár og kom liðið ágætlega frá sínu þó Milan hafi fengið fullt af tækifærum.

Leikurinn var meira og minna einstefna af hálfu Milan. Nick Pope, markvörður Newcastle, varði sex góð færi Milan í fyrri hálfleiknum, það fyrsta frá Tommaso Pobega áður en Samuel Chukwueze átti skalla beint á enska markvörðinn.

Stuttu síðar varði hann frá franska framherjanum Olivier Giroud eftir smá vandræðagang í teignum.

Í síðari hálfleik fékk Rafael Leao góðan séns í teignum eftir fyrirgjöf Alessandro Florenzi en skalli hans fór yfir.

Newcastle fékk tækifæri til að stela sigrinum í lokin er Elliot Anderson fann Sean Longstaff í teignum en varamarkvörðurinn Marco Sportiello átti stórkostlega vörslu og bjargaði heimamönnum.

Lokatölur 0-0 í Mílanó. Pope maður leiksins og geta gestirnir svo sannarlega fagnað þessum úrslitum.

RB Leipzig lagði þá Young Boys að velli, 3-1, í G-riðlinum. Mohamed Simakan stangaði hornspyrnu David Raum í netið á 3. mínútu áður en Meschack Elia jafnaði fyrir heimamenn með laglegu skoti hálftíma síðar.

Leipzig kláraði dæmið í síðari. Xaver Schlager skoraði af 30 metra færi eftir hornspyrnu þegar tuttugu mínútur voru eftir. Schlager fékk full mikinn tíma á boltann áður en hann setti boltann í netið áður en Benjamin Sesko gerði þriðja og síðasta mark Leipzig í uppbótartíma.

Úrslit og markaskorarar:

F-riðill
Milan 0 - 0 Newcastle

G-riðill
Young Boys 1 - 3 RB Leipzig
0-1 Mohamed Simakan ('3 )
1-1 Elia Meschack ('33 )
1-2 Xaver Schlager ('73 )
1-3 Benjamin Sesko ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner