Á fréttamannafundi í dag voru kynntar tillögur að nýjum Laugardalsvelli sem gæti auk fótboltaleikja hýst tónleika, ráðstefnur og aðra íþróttaviðburði. Hér að neðan má sjá nokkrar tillögur að útliti vallarins sem fjölmiðlamönnum var kynnt í dag. Þar kom fram að ríki og borg hafa samþykkt að skipa starfshóp með það að markmiði að byggja völlinn. Hann gæti verið tilbúinn 2020 og tæki 20 þúsund í sæti á leik, 25 þúsund á tónleikum.
Sama mynd og að undan nema hér er búið að setja þakið yfir völlinn. Þakið væri færanlegt og hægt að nota þegar þarf.
Athugasemdir