Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   lau 19. október 2019 20:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alfreð: Alltaf séns þegar munurinn er bara eitt mark
Alfreð Finnbogason reyndist í dag hetja Augsburg þegar hann jafnaði gegn Bayern Munchen þegar skammt var til leiksloka.

Alfreð byrjaði á varamannabekknum en kom inn á þegar um 20 mínútur lifðu leiks.

„Þetta er fótbolti, Bayern voru auðvitað aðeins betri í leiknum en þegar þeir klára ekki leikinn og munurinn er bara eitt mark þá er alltaf séns," sagði Alfreð eftir leik.

„Sergio gerði mjög vel og ég þurfti að giska hvar boltinn myndi koma og það heppnaðist í þetta skiptið."


Athugasemdir