Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   lau 19. október 2019 19:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Mirror 
Stuðningsmenn Birmingham réðust á öryggisverði á Elland Road
Leeds sigraði í dag Birmingham á heimavelli í ensku Championship deildinni.

Eftir leik brutust út slagsmál milli öryggisvarða á vellinum og stuðningsmanna Birmingham. Erjurnar hófust þegar stuðningsmenn Birmingham reyndu að hlaupa inn á völlinn en verðir stöðvuðu tilraunina.

Stuðningsmennirnir eru sagðir hafa sparkað og kýlt í verði vallarins. Stuðningsmennirnir ætluðu sér að finna stuðningsmann sem hljóp inn á völlinn á meðan leikurinn var í gangi.

Öryggisvörður þurfti á aðhlynningu að halda eftir að hafa mætt stuðningsmönnum Birmingham.

Kalvin Phillips skoraði eina mark leiksins á 65. mínútu. Birmingham er í 12. sæti deildarinnar og Leeds í 2. sæti.
Athugasemdir