Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   lau 19. október 2019 12:57
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Guðlaugur Victor gerði sigurmarkið
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn í liði Darmstadt og gerði sigurmarkið í 0-1 sigri gegn St. Pauli.

Guðlaugur Victor skoraði á 80. mínútu, með föstum skalla eftir hornspyrnu.

Þetta var langþráður sigur hjá Guðlaugi og félögum sem höfðu ekki unnið deildarleik síðan 4. ágúst.

Liðið er komið með 11 stig eftir 10 umferðir.

St. Pauli 0 - 1 Darmstadt
0-1 Guðlaugur Victor Pálsson ('80)

Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi Sandhausen í dag vegna meiðsla.

Liðsfélagar hans heimsóttu Regensburg og töpuðu 1-0.

Þetta er fimmti deildarleikurinn í röð sem Sandhausen mistekst að sigra og er liðið í neðri hluta deildarinnar með tólf stig.

Regensburg 1 - 0 Sandhausen
1-0 M. Gruttner ('58)
Athugasemdir
banner