Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 19. nóvember 2020 00:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
London
Enskum fjölmiðlum fannst lítið varið í leik Íslands
Icelandair
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar voru ekki mjög hrifnir af frammistöðu Íslands gegn Englandi á Wembley í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lokatölur voru 4-0 fyrir England í leik sem Englendingar höfðu tögl og haldir á, nánast allan tímann. England átti 25 marktilraunir og Ísland tvær, og England var 77 prósent með boltann.

Barnay Ronay, pistlahöfundur Guardian, skrifaði um leikinn og honum fannst íslenska liðið í kvöld minna á íslenskt landslið frá 1975.

„Bláu treyjurnar hlupu ákaft en án stefnu. Þeir köstuðu sér í tæklingar. Stundum leit þetta út eins og við værum að spila við Ísland árið 1975," skrifaði Ronay.

John Cross hjá Mirror segir að íslenska liðið í kvöld hafi aðeins verið fölur skugginn af liðinu sem sló England út í 16-liða úrslitunum á EM 2016.

Þess ber að geta að það vantaði Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfa Þór Sigurðsson, Hörð Björgvin Magnússon, Ragnar Sigurðsson og Viðar Örn Kjartason í íslenska liðið í kvöld; mikilvæga pósta.

Leikurinn gegn Englandi var síðasti leikur Erik Hamren sem landsliðsþjálfara. Hann stóð sig að mörgu leyti vel en núna verður fróðlegt að sjá hver tekur við og hver næstu skref liðsins verða.


Athugasemdir
banner
banner