Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. nóvember 2020 17:00
Innkastið
„Erum að kveðja besta miðvörð íslenska landsliðsins frá upphafi"
Icelandair
Kári í baráttu við Harry Kane í fyrri leiknum gegn Englandi.
Kári í baráttu við Harry Kane í fyrri leiknum gegn Englandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum að kveðja besta miðvörð íslenska landsliðsins frá upphafi. Punktur," sagði Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu á Fótbolta.net í gær þegar rætt var um Kára Árnason.

Hinn 38 ára gamli Kári hefur líklega leikið sinn síðasta leik með íslenska landsliðinu eftir magnaðan feril.

„Margir reyndu að tala í kringum þetta lengi vel. Það eru mörg ár sem fólk byrjaði að talaði hann út úr liðinu. Ég man ekki einu sinni hvort hann átti að fara á EM, alls ekki HM og svo var margt fólk fegið þegar hann hætti fyrir Þjóðdeildina og gerðist gæðastjóri. Hann hætti við það og kom okkur næstum á HM. Hann hefur verið besti varnarmaður liðsins í mörg mörg ár," sagði Tómas Þór.

Kári hefur spilað 87 landsleiki en sá fyrsti var árið 2005. Hann spilaði einungis einn landsleik frá 2007 til 2012 en þá var hann ekki inni í myndinni hjá Ólafi Jóhannessyni landsliðsþjálfara.

„Þetta er ótrúegur maður sem hefur átt ótrúlegan landsliðsferil. Hann datt út í sex ár eða eitthvað. Kári ætti að vera með leikjametið ef allt væri eðlilegt," sagði Tómas.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið í gær.
Innkastið - Íslenska blandan breytist en margt jákvætt í kortunum
Athugasemdir
banner
banner