Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. nóvember 2020 19:01
Victor Pálsson
Schweinsteiger sammála Özil: Af hverju spila þeir ekki?
Mynd: Getty Images
Bastian Schweinsteiger, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands, hefur tekið undir orð landa síns Mesut Özil sem gaf út Twitter-færslu í gær.

Özil sendi þar þýska landsliðinu skilaboð eftir skelfilegt 6-0 tap gegn Spáni í Þjóðadeildinni.

Özil vill sjá varnarmanninn Jerome Boateng snúa aftur í landsliðið en hann fær ekki tækifæri undir Joachim Low.

Einnig spilar miðjumaðurinn Thomas Muller engar mínútur en þeir voru í raun reknir úr landsliðinu í mars árið 2019.

„Landsliðið og landsliðsþjálfarinn eru með sínar skoðanir en því miður þá er ég með mínar eigin," sagði Schweinsteiger við ARD.

„Leikmenn eins og Jerome Boateng og Thomas Muller unnu þrennuna með besta liði Evrópu. Þeir spila reglulega með aðalliðinu og eru gæðaleikmenn. Af hverju spila þeir ekki?"

„Í svona leikjum sérstaklega þá er mikilvægt að vera með leikmenn sem eru yfir aðra þegar kemur að reynslu og gæðum. Þú getur séð að við erum ekki með þessi gæði ennþá."

Athugasemdir
banner
banner
banner