Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   sun 19. nóvember 2023 21:39
Brynjar Ingi Erluson
Tveggja marka tap í lokaleiknum í Portúgal
watermark Portúgal vann alla leiki sína í undankeppninni
Portúgal vann alla leiki sína í undankeppninni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Cristiano Ronaldo komst ekki á blað
Cristiano Ronaldo komst ekki á blað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Portúgal 2 - 0 Ísland
1-0 Bruno Fernandes ('37 )
2-0 Ricardo Horta ('65 )
Lestu um leikinn

Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Portúgal, 2-0, í lokaleiknum í J-riðli í undankeppni Evrópumótsins í Lisbon í kvöld.

Leikurinn byrjaði ekkert sérstaklega vel. Portúgal voru meira og minna með boltann og var tilfinningin svolítið þannig að þetta yrði langt kvöld, en það breyttist fljótlega eftir þann kafla.

Íslenska liðið skapaði sér tvö góð færi eftir skyndisóknir. Arnór Sigurðsson fyrst með skot beint á Diogo Costa og þá annað skot rétt framhjá markinu.

Portúgalska liðið fékk vissulega fínustu færi líka. Otavio átti skot í samskeytin snemma leiks og þá fékk Cristiano Ronaldo gott skallafæri en Hákon Rafn Valdimarsson sá við honum í fyrsta keppnisleik sínum með íslenska landsliðinu.

Eina mark hálfleiksins gerði Bruno Fernandes. Íslenska vörnin var í lágvörn en Bruno var laus við vítateigslínuna, mundaði hægri fótinn áður en hann þrumaði boltanum í vinstra hornið. Óverjandi fyrir Hákon.

Baráttan var mikil í íslenska liðinu og gerði það ágætlega gegn heimsklassaliði.

Portúgal tókst að bæta við öðru marki á 65. mínútu. Joao Felix átti skot sem Hákon missti frá sér. Ronaldo náði að pota boltanum til hliðar á Ricardo Horta sem lagði hann í netið. Óheppilegt mark.

Hákon Rafn átti annars góðan leik. Hann greip erfiðar hornspyrnur, varði nokkur góð skot og geislaði af sjálfstrausti, en andstæðingurinn hreinlega of sterkur.

Orri Steinn Óskarsson og Arnór Ingvi Traustason voru báðir nálægt því að minnka muninn í uppbótartíma. Orri gerði vel vinstra megin í teignum, færði boltann á hægri en Costa varði frábærlega áður en boltinn fór til Arnórs Ingva sem átti skot, sem fór af leikmanni og í þverslá. Heppnin ekki alveg með íslenska liðinu sem tapaði leiknum, 2-0.

Ísland hafnaði í 4. sæti J-riðils með 10 stig á meðan Portúgal vann alla leiki sína í undankeppninni og tók efsta sætið nokkuð örugglega, átta stigum á undan Slóvakíu sem er komið inn á Evrópumótið eftir 2-1 sigur liðsins á Bosníu og Hersegóvínu.

Möguleiki Íslands að komast á EM er enn til staðar. Annað hvort fer Ísland í A-umspilið og mætir þar Wales í undanúrslitum eða B-umspilið og mætir þar Ísrael. Dregið verður um það hvort strákarnir okkar fari í A- eða B-umspilið, ef við förum í umspilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner