Það fara níu leikir fram í lokaumferð í undankeppni EM í dag og í kvöld, þar sem úrslitin eiga enn eftir að ráðast í G-riðli.
Spánn og Skotland eru búin að tryggja toppsæti A-riðils og eiga heimaleiki við Georgíu og Noreg í kvöld.
Belgía á þá heimaleik við Aserbaídsjan í F-riðli og fær tækifæri til að hirða toppsætið af Austurríki með sigri. Toppsætið er mikilvægt uppá styrkleikaflokkaröðun á lokamótinu sjálfu. Svíþjóð og Eistland eigast einnig við en hvorug þjóðin er nálægt því að eiga möguleika á að komast upp úr þessum riðli.
Spennan er í G-riðli, þar sem Svartfellingar þurfa kraftaverk til að komast á sitt fyrsta Evrópumót. Þeir þurfa sigur á útivelli gegn toppliði Ungverjalands og verða um leið að treysta á ólíklegan sigur botnliðs Búlgaríu á útivelli gegn Serbíu.
Serbar eru í öðru sæti fyrir lokaumferðina, tveimur stigum fyrir ofan Svartfellinga og með betri árangur í innbyrðisviðureignum. Þeim nægir því jafntefli til að tryggja sér sæti á EM.
Að lokum mætir Ísland til leiks í J-riðli, þar sem Strákarnir okkar heimsækja stórveldi Portúgals, sem er með fullt hús stiga eftir 9 umferðir.
Úrslitin í riðlinum eru þegar ráðin og mun Ísland enda í annað hvort fjórða eða fimmta sæti af sex þjóðum.
A-riðill
19:45 Spánn - Georgía
19:45 Skotland - Noregur
F-riðill
17:00 Belgía - Aserbaídsjan
17:00 Svíþjóð - Eistland
G-riðill
14:00 Ungverjaland - Svartfjallaland
14:00 Serbía - Bulgaría
J-riðill:
19:45 Liechtenstein-Lúxemborg (Rheinpark)
19:45 Portúgal-Ísland (Estádio José Alvalade)
19:45 Bosnía-Hersegóvína-Slóvakía (Bilino Polje Stadium)
Athugasemdir