Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. desember 2022 13:15
Elvar Geir Magnússon
Tilhlökkun í Brighton að taka á móti heimsmeistaranum þeirra
Alexis Mac Allister, leikmaður Brighton, var frábær með Argentínu á HM.
Alexis Mac Allister, leikmaður Brighton, var frábær með Argentínu á HM.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Alexis Mac Allister er fyrsti leikmaður Brighton & Hove Albion til að verða heimsmeistari í fótbolta. Þessi 23 ára miðjumaður var einn besti leikmaður úrslitaleiksins þar sem Argentína lagði Frakkland.

Paul Barber, framkvæmdastjóri Brighton, segist vonast til þess að Mac Allister leiki með liðinu næstu árin, þrátt fyrir að ljóst sé að áhuginn á honum sé orðinn mikill eftir frammistöðuna á HM.

„Þegar starfsmenn okkar og leikmenn gera góða hluti, eins og hefur sést síðustu mánuði, þá vaknar áhugi frá stærri félögum. Þetta eru félög sem eru með meira fjármagn og hafa tækifæri til að bjóða leikmönnum að spila á hærra stigi. Við skiljum það alveg og erum ekkert banaleg varðandi það," segir Barber.

„Það sem við getum gert er að verja okkar stöðu í gegnum samninga og vonast til þess að halda leikmönnum eins lengi og við mögulega getum. En þetta er ungur leikmaður sem var að vinna HM 23 ára gamall og lagði upp mark sem verður eitt það frægasta í HM sögunni."

„Hann verður eftirsóttur, við gerum okkur grein fyrir því. En við vonumst til að halda honum hjá okkur eins lengi og við getum," segir Barber.

Fær tíma og tækifæri til að fagna titlinum
Næsti leikur Brighton er í deildabikarnum á miðvikudag, útileikur gegn Charlton. Það eru ansi litlar líkur á því að Mac Allister spili þann leik.

„Það er mikil tilhlökkun fyrir því í Brighton að taka á móti Mac Allister en hann er á leið til Buenos Aires þar sem liðið mun upplifa sérstaka daga. Menn eru að afreka eitthvað sem þeir munu kannski aldrei fá að upplifa aftur. Þeir eiga skilið að fagna þessu í heimalandinu, með sínu fólki. Það væri rosalega lélegt af okkur að neita honum um það," segir Barber.

„Á hinn bóginn þá er mikil leikjatörn framundan og einn af neikvæðu punktunum varðandi þetta HM er að tímabilið hjá okkur er ekki hálfnað einu sinni. Það er mikil vinna framundan og þar mun Alexis spila stórt hlutverk. Það eru spennandi mánuðir framundan."


Athugasemdir
banner
banner
banner