Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 20. janúar 2023 11:00
Elvar Geir Magnússon
Howe kveður Wood: Hefur verið framúrskarandi fyrir okkur
Chris Wood er á leið til Forest.
Chris Wood er á leið til Forest.
Mynd: Getty Images
Eddie Howe, stjóri Newcastle.
Eddie Howe, stjóri Newcastle.
Mynd: Getty Images
Chris Wood er á leið frá Newcastle til Nottingham Forest á lánssamningi en þessi stóri og stæðilegi sóknarmaður er í læknisskoðun hjá Forest.

Wood er 31 árs og gekk í raðir Newcastle frá Burnley fyrir 25 milljónir punda fyrir ári síðan, þegar Newcastle var í fallbaráttu. Eddie Howe og hans menn setja nú stefnuna hærra og eru í baráttu um að spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

„Chris er í læknisskoðun sem stendur. Hann hefur verið gríðarlega mikilvægur fyrir okkur, hann hefur verið framúrskarandi á allan hátt," segir Eddie Howe, stjóri Newcastle.

„Þegar við keyptum hann vorum við í mjög erfiðri stöðu í deildinni. Hann spilaði stóran hlut í því að hjálpa að umbreyta liðinu. Á þessu tímabili hefur hann verið frábær innan og utan vallar, verið leiðtogi og haldið jákvæðni þegar hann hefur ekki verið að spila."

Mun félagið fara á leikmannamarkaðinn og fá inn mann í stað Wood?

„Frá minni hlið er ekki áætlun að láta neinn fara og fá ekki mann í hans stað. Þá erum við með hættulega litla breidd, en það er ekkert öruggt í þessu," segir Wood.

Newcastle heimsækir Crystal Palace klukkan 17:30 á morgun.

„Palace er mjög gott lið og leikirnir gegn þeim hafa verið mjög jafnir. Nú mætum við þeim á útivelli og þetta er erfiður staður að heimsækja. Við megum ekki vanmeta þá áskorun," segir Howe.

Miðjumaðurinn Bruno Guimaraes fór meiddur af velli gegn Fulham en meiðsli hans eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu.

„Hann er ágætur núna. Hann var niðurbrotinn þegar hann þurfti að fara af velli. Hann hélt að hann hefði meitt sig alvarlega á ökkla en myndatakan sýndi annað. Vonandi verður hann ekki lengi frá. Hann hefur þegar náð framförum í þessari viku og sjáum hvað gerist."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner