Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 20. febrúar 2020 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Stjórnendur Leganes: Ósanngjörn reglugerð
Braithwaite er búinn að gera 6 mörk í 24 deildarleikjum á tímabilinu.
Braithwaite er búinn að gera 6 mörk í 24 deildarleikjum á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Stjórn Leganes er ekki sátt með stöðu mála eftir að toppbaráttulið Barcelona keypti Martin Braithwaite af félaginu í vikunni.

Barcelona fékk sérstaka undanþágu til að kaupa Braithwaite utan félagsskiptaglugga. Leganes fær ekki sömu undanþágu enda er hún aðeins veitt til að fylla í skarðið vegna langtímameiðsla.

Victoria Pavón, forseti Leganes, og Martin Ortega, framkvæmdastjóri, tjáðu sig um málið. Þau telja þessi félagaskipti hafa skaðað Leganes alvarlega í fallbaráttunni og finnst þeim reglan vera ósanngjörn.

„Þetta hefur veikt stöðu okkar til muna. Við bjuggumst við þessu en gátum ekkert gert til að stöðva þetta. Nú getum við ekkert gert í þessu," sagði Pavón.

„Þessi reglugerð er ósanngjörn og skaðar Leganes. Barcelona veit vel hversu mikinn skaða þetta gerir fyrir okkar félag," bætti Ortega við.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner