banner
   lau 20. febrúar 2021 12:05
Ívan Guðjón Baldursson
Yohan Cabaye leggur skóna á hilluna
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Yohan Cabaye er búinn að leggja skóna á hilluna eftir frábæran feril sem atvinnumaður í knattspyrnu.

Hinn 35 ára gamli Cabaye lék 48 landsleiki fyrir Frakkland en tókst ekki að vinna til verðlauna.

Hann gerði garðinn frægan með Lille í heimalandinu og var fenginn yfir í enska boltann þar sem hann var lykilmaður hjá Newcastle í þrjú ár.

Eftir það var hann keyptur til PSG í Frakklandi þar sem hann lék í eitt og hálft ár áður en hann var fenginn aftur til Englands til að spila fyrir Crystal Palace.

Cabaye lék fyrir Al Nasr og AS Saint-Etienne á síðustu metrunum en ákvað að leggja skóna á hilluna þar sem hann á í of miklum erfiðleikum með að halda í við yngri leikmenn á vellinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner