Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 20. febrúar 2023 22:45
Ívan Guðjón Baldursson
Barcelona sakað um stórfelldar mútur
Eiður Smári lék með Barcelona á árunum 2006 til 2009.
Eiður Smári lék með Barcelona á árunum 2006 til 2009.
Mynd: Getty Images

Rannsakendur á Spáni hafa fundið verulegar greiðslur frá Barcelona til José María Enríquez Negreira, sem er fyrrum dómari og varaformaður dómarasambandsins á Spáni.


Greiðslurnar, sem Barcelona greiddi til fyrirtækis Negreira, ná frá árinu 2001 allt til 2018 og voru þær hæstar á síðustu þremur árunum. Negreira fékk 1,4 milljón evra frá Barcelona á árunum 2016 til 2018 en í heildina eru milljónirnar taldar vera 7 frá aldamótum.

Hvorki Barcelona né dómarasambandið á Spáni hafa komið með trúverðugar útskýringar á þessum greiðslum, þar sem Börsungar halda því fram að félagið hafi verið að borga Negreira fyrir hin ýmsu ráðgjafastörf. 

Greiðslurnar bárust í gegnum falda reikninga og enduðu sumar þeirra hjá syni Negreira til að fela þær frá skattinum.

Dagblaðið virta El Mundo var með málið til rannsóknar og er búist við að það muni rata á borð til lögreglu. 


Athugasemdir
banner
banner