Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   þri 20. febrúar 2024 18:35
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Man City og Brentford: De Bruyne á bekknum
Norðmaðurinn Oscar Bobb er í byrjunarliði Man City
Norðmaðurinn Oscar Bobb er í byrjunarliði Man City
Mynd: Getty Images
Manchester City og Brentford mætast í 18. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Etihad-leikvanginum klukkan 19:30 í kvöld.

Pep Guardiola, stjóri Man City, gerir þrjár breytingar frá 1-1 jafnteflinu gegn Chelsea um helgina.

Kevin de Bruyne er á bekknum ásamt þeim Nathan Aké og Jeremy Doku. John Stones, Bernardo Silva og hinn 20 ára gamli Oscar Bobb koma inn í liðið.

Thomas Frank gerir einnig þrjár breytingar á liði Brentford. Yoane Wissa byrjar sinn fyrsta leik síðan hann kom heim úr Afríkukeppninni og þá koma þeir Mathias Jörgensen og Frank Onyeka einnig inn í liðið.

Neil Maupay, Nathan Collins og Mathias Jensen taka sér allir sæti á bekknum.

Man City: Ederson, Walker, Dias, Stones, Akanji, Rodri, Bobb, Foden, Alvarez, Bernardo Silva, Haaland
Varamenn: Ortega, Carson, Ake, Kovacic, Doku, De Bruyne, Gomez, Nunes, Lewis

Brentford: Flekken, Onyeka, Ajer, Mee, Roerslev, Jorgensen, Norgaard, Janelt, Reguilon, Toney, Wissa
Varamenn: Strakosha, Maupay, Jensen, Ghoddos, Collins, Lewis-Potter, Damsgaard, Baptiste, Yarmoliuk
Athugasemdir
banner
banner