Branthwaite og Nmecha orðaðir við Man Utd - Liverpool hefur trú á framlengingum - Huijsen skotmark Newcastle
   fim 20. mars 2025 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Pristína, Kósovó
Annasamur dagur hjá íslenska landsliðinu í gær (Myndir)
Icelandair
Þegar Arnar hitti Jóa!    Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari heilsar Jóhanni Berg Guðmundssyni sem er meiddur en kíkir daglega á æfingar íslenska liðsins á La Finca.
Þegar Arnar hitti Jóa! Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari heilsar Jóhanni Berg Guðmundssyni sem er meiddur en kíkir daglega á æfingar íslenska liðsins á La Finca.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var nóg að gera hjá íslenska landsliðinu í gær en liðið er á lokasprettinum í undirbúningi fyrir leikinn við Kósovó í Þjóðadeild karla í kvöld.

Liðið hóf daginn á að æfa á æfingasvæðinu við La Finca hótelið á Spáni um morguninn en eftir hádegið var stigið upp í flugvél áleiðis til Pristína í Kósovó.

Það var gott flugveður þegar flogið var frá Alicante, yfir Benidorm, Sardiníu, Napólí og Tírana áður en lent var í Pristína og ekið á hótel.

Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari og Orri Steinn Óskarsson fóru svo í fylgd starfsmanna KSÍ á Fadil Vokrri leikvanginn í Pristína þar sem leikurinn fer fram í kvöld og sátu fyrir svörum íslenskra fjölmiðlamanna og eins frá Kósovó á fréttamannafundi.

Meðfylgjandi eru myndir frá deginum.
Athugasemdir
banner
banner
banner