Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. maí 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sandra komin með 300 leiki í efstu deild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra Sigurðardóttir spilaði leik númer 300 í efstu deild kvenna hér á landi er Valur lagði ÍBV að velli í gærkvöldi.

ÍBV tók forystuna á heimavelli en Valur sneri taflinu við og urðu lokatölur 2-4.

Þetta er flottur áfangi fyrir Söndru sem er 34 ára gömul og hefur spilað fyrir Þór/KA og Stjörnuna auk Vals í íslenska boltanum.

Sandra á 35 landsleiki að baki fyrir A-landslið kvenna og 15 fyrir yngri liðin.

Hún er langleikjahæst í sögu efstu deildar. Dóra María Lárusdóttir, samherji Söndru, er í öðru sæti með 255 leiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner